Gabriel Jesus til Arsenal

Gabriel Jesus hefur spilað með brasilíska A-landsliðinu frá 2016.
Gabriel Jesus hefur spilað með brasilíska A-landsliðinu frá 2016. Charly Triballeau/AFP

Arsenal tilkynnti komu Gabriel Jesus í morgun frá knattspyrnufélaginu Manchester City. Arsenal borgaði 45 milljón pund fyrir brasilíska landsliðsmanninn. 

Jesus heldur sig því í ensku deildinni en hann skoraði í henni átta mörk og lagði upp átta á síðustu leiktíð.

Jesus skrifaði undir 5 ára samning við Arsenal. Hann hefur spilað 236 leiki og skorað 95 mörk fyrir Manchester City síðan hann kom til félagsins árið 2017.

Jesus fær númerið 9 hjá Arsenal eftir að Alexandre Lacazette sem var með númerið fór til Lyon. Arsenal var í samræðum við umboðsmann Jesus í nær sex mánuði til að fá 25 ára leikmannin til sín frá City.

mbl.is