Berjast fleiri lið um þann stóra?

Liverpool og Manchester City gætu háð enn eitt einvígið um …
Liverpool og Manchester City gætu háð enn eitt einvígið um enska meistaratitilinn. AFP/Nigel Roddis

Enska úrvalsdeildin hófst í gærkvöldi með leik Crystal Palace og Arsenal á Selhurst Park. Mikil eftirvænting er fyrir deildinni á hverju ári út um allan heim og ekki síst á Íslandi. Það stefnir í skemmtilega keppni á öllum vígstöðvum í ár.

Toppbaráttan hefur einkennst af tveimur liðum síðustu ár; þeim Manchester City og Liverpool. Frá árinu 2018 hafa þau séð um að vinna deildina, City fjórum sinnum og Liverpool einu sinni. Á síðustu leiktíð var mikil samkeppni um titilinn og úrslitin réðust í síðustu umferð, þar hafði City deildina með einu stigi.

Bæði félög hafa fengið til sín leikmenn en einnig misst. Manchester City gekk frá kaupum á eftirsótta framherjanum Erling Haaland fyrr í sumar, og er því loksins með svo kallaðan framherja. Félagið hefur þó misst mikilvæga menn og alla til annarra félaga í ensku deildinni.

Margir myndu segja að kaup Liverpool á Úrúgvæjanum Darwin Núnez hafi verið djörf, enda kostaði hann 80 milljónir punda og hefur lítið sannað sig. Hann var atkvæðamikill í 3:1 sigri Liverpool á City í leiknum um Samfélagsskjöldinn. Aftur á móti missti Liverpool Sadio Mané til Þýskalands.

Greinin í heild sinni er í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »