Rabiot vill of há laun fyrir United

Adrien Rabiot hóf feril sinn með PSG árið 2012 og …
Adrien Rabiot hóf feril sinn með PSG árið 2012 og spilar einnig með franska landsliðinu. AFP/Franick Fife

Adrien Rabiot, leikmaður Paris Saint-Germain hefur verið í samningaviðræðum við Manchester United en viðræður eru nú hættar vegna þess að launakröfur Rabiot eru of háar.

Rabiot spilar með ítalska stórveldinu Juventus og félagði hafði samþykkt kaupverð við United um 27 ára gamla miðjumanninn. 

Viðræður um laun gengu ekki vel upp og var of stórt bil milli þess sem Rabiot var að biðja um og þess sem United var tilbúið að bjóða.

Samningsviðræður hafa nú verið stöðvaðar og United leitar annað en ef Rabiot lækkar kröfur sínar geta þær hafist á ný.

United var samkvæmt heimildum BBC að bjóða Rabiot að verða einn hæst launaði leikmaður félagsins en samt vildi hann meira.

Erik ten Hag, knattspyrnustjóri United, vonast enn eftir því að fá samlanda sinn, Frenkie de Jong, frá Barcelona en hann vil ekki fara.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert