United fyrst til að leggja Arsenal að velli

Marcus Rashford skoraði tvívegis fyrir Manchester United þegar liðið hafði betur gegn Arsenal í stórleik ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu á Old Trafford í Manchester í 6. umferð deildarinnar í kvöld.

Leiknum lauk með 3:1-sigri Arsenal en strax á 12. mínútu komst Arsenal yfir með marki frá Gabriel Martinelli en eftir að Paul Tierney hafði skoðað atvikið betur var markið dæmt af.

Það var svo Antony sem kom United yfir á 35. mínútu í sínum fyrsta leik fyrir félagið. Antony fékk þá frábæra sendingu frá Marcus Rashford og Antony kláraði færið mjög vel fram hjá Aaron Ramsdale í marki Arsenal.

Bukayo Sako jafnaði metin fyrir Arsenal á 60. mínútu eftir að Martin Ödegaard hafði stungið boltanum inn fyrir á Gabriel Jesus. Diogo Dalot náði að tækla boltann í burtu frá Jesus en hann barst til Saka sem var einn fyrir opnu marki. Hann skoraði af öryggi og staðan orðin 1:1.

Rashford kom United yfir á nýjan leik, sex mínútum síðar, eftir stórbrotna sendingu inn fyrir vörn Arsenal frá Bruno Fernandes.

Rashford var svo aftur á ferðinni á 75. mínútu þegar hann innsiglaði sigur United, aftur eftir laglega stungusendingu Fernandes, og lokatölur því 3:1 á Old Trafford.

United er með sigrinum upp í fimmta sæti deildarinnar í 12 sig en Arsenal er sem fyrr í efsta sætinu með 15 stig.

Man. Utd 3:1 Arsenal opna loka
90. mín. Arsenal fær hornspyrnu United hreinsar.
mbl.is