Ráðlagði United að kaupa Haaland

Erling Braut Haaland hefur byrjað tímabilið með miklum látum.
Erling Braut Haaland hefur byrjað tímabilið með miklum látum. AFP/Lindsey Parnaby

Ole Gunnar Solskjær, fyrrverandi knattspyrnustjóri Manchester United, ráðlagði forráðamönnum félagsins að kaupa norska framherjann Erling Braut Haaland þegar þeir unnu saman hjá Molde í Noregi.

Það er The Athletic sem greinir frá þessu en Solskjær var stjóri Molde þegar Haaland var að stíga sín fyrstu skref á ferlinum árið 2017.

Haaland, sem er 22 ára gamall og samningsbundinn Manchester City, hefur byrjað tímabilið með miklum látum.

Norski framherjinn hefur skorað 10 mörk í sex leikjum í ensku úrvalsdeildinni og þá hefur hann skorað 3 mörk í tveimur leikjum í Meistaradeildinni.

Solskjær var rekinn sem knattspyrnustjóri Manchester United í október á síðasta ári og hefur verið án starfs síðan.

mbl.is