Tekur við nýju starfi hjá uppeldisfélaginu

David Moyes og Mark Noble munu starfa náið saman.
David Moyes og Mark Noble munu starfa náið saman. AFP

Fyrrverandi knattspyrnumaðurinn Mark Noble hefur verið ráðinn íþróttastjóri enska félagsins West Ham United, þar sem hann lék allan sinn feril og var fyrirliði um langt árabil.

Noble, sem er 35 ára gamall, lagði skóna á hilluna að loknu síðasta tímabili og tekur við nýja starfinu hjá félaginu næstkomandi janúar.

Mun hann vinna náið með David Moyes knattspyrnustjóra og hafa puttana í flestu sem viðkemur knattspyrnunni hjá Hömrunum, þar á meðal leikmannakaupum og þróun yngri leikmanna.

mbl.is