Saka landsliðsmaður ársins

Bukayo Saka er samningsbundinn Arsenal.
Bukayo Saka er samningsbundinn Arsenal. AFP/Justin Tallis

Knattspyrnumaðurinn Bukayo Sako, sóknarmaður Arsenal, er leikmaður ársins hjá enska landsliðinu.

Þetta tilkynnti enska knattspyrnusambandið í dag en það voru stuðningsmenn sem sáu um að kjósa leikmann ársins.

Declan Rice, fyrirliði West Ham, varð annar í kjörinu og Harry Kane, framherji Tottenham, hafnaði í þriðja sæti.

Saka hefur skorað þrjú mörk í níu landsleikjum, undanfarið árið, en Harry Kane hefur skorað mest alla undanfarnar tólf mánuði eða 12 mörk.

mbl.is