Eiður Smári: Veit ekkert hvað er í gangi þarna

Eiður Smári Guðjohnsen og Margrét Lára Viðarsdóttir voru gestir Tómasar Þórs Þórðarsonar í Vellinum á Símanum sport í gærkvöldi.

Á meðal þess sem þau ræddu var Chelsea, fyrrverandi félag Eiðs Smára. Chelsea vann nauman 2:1-sigur á Crystal Palce á laugardag, sem var fyrsti sigur liðsins síðan Graham Potter tók við liðinu af Thomas Tuchel.

Nokkrar breytingar hafa átt sér stað hjá Chelsea eftir að Todd Boehly eignaðist félagið og var síðast sjúkraþjálfari Chelsea liðsins til 17 ára rekinn. Eiður viðurkennir að hann viti lítið um hvað er í gangi hjá félaginu.

Umræðurnar má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.

mbl.is