París SG horfir til Manchester

Marcus Rashford er eftirsóttur.
Marcus Rashford er eftirsóttur. AFP/Nicolas Tucat

Enski knattspyrnumaðurinn Marcus Rashford er undir smásjá franska stórliðsins París SG.

Þetta tilkynnti Nasser Al-Khelaifi, stjórnarformaður félagsins, í samtali við Sky Sports á dögunum.

Rashford, sem er 25 ára gamall, er samningsbundinn Manchester United en samningur hans rennur út næsta sumar og honum er því frjálst að ræða við önnur lið strax í janúar.

„Rashford er frábær leikmaður og að fá hann á frjálsri sölu yrði stórkostlegt,“ sagði Al-Khelaifi í samtali við Sky.

„Það munu öll lið í heiminum falast eftir starfskröftum hans og við munum að sjálfsögðu gera það líka. 

Við höfum rætt við hann áður en ég reikna ekki með því að heyra í honum á næstunni þar sem hann þarf að einbeita sér að heimsmeistaramótinu,“ bætti Al-Khelaifi við. 

mbl.is