Myndskeið: Stuðningsmaður sparkaði í markvörð Arsenal

Aaron Ramsdale, markvörður enska úrvalsdeildarfélagsins Arsenal, fékk spark í bakið frá ungum stuðningsmanni Tottenham eftir að leik liðanna lauk á Tottenham Hotspur-leikvanginum í dag.

Ramsdale hafði lent í orðaskaki við Richarlison eftir að hafa fagnað sigri Arsenal vel fyrir framan stuðningsmenn Tottenham og það hitnaði í kjölfarið verulega í kolunum.

Svo langt gekk ungur stuðningsmaður Tottenham að hann gerði sér leið niður stúkuna og alveg að vellinum þar sem Ramsdale var að athafna sig og sparkaði í bakið á markverðinum.

Fjallað var um atvikið hjá Tóm­asi Þór Þórðar­syni, Margréti Láru Viðarsdóttur og Eiði Smára Guðjohnsen í Vell­in­um á Sím­an­um Sport í kvöld en mbl.is fær­ir ykk­ur efni úr enska bolt­an­um í sam­vinnu við Sím­ann Sport.

mbl.is