Sýnt beint frá London á mbl.is

Ekkert hefur gengið hjá West Ham að undanförnu og liðið …
Ekkert hefur gengið hjá West Ham að undanförnu og liðið er komið í fallsæti deildarinnar. AFP/Ben Stansall

Leikur West Ham og Everton í 21. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu verður sýndur beint hér á mbl.is í dag en hann hefst klukkan 15 á London Stadium.

Útsendingin hefst klukkan 14.30 með upphitun á Símanum Sport og er sýnd á sérvefnum Enski boltinn hér á mbl.is. Flautað er til leiks klukkan 15.

Hér er barist um dýrmæt stig því liðin eru bæði í fallsætum deildarinnar, 18. og 19. sæti, en sigurliðið gæti stokkið upp í fjórtánda sætið.

mbl.is