Nýliðarnir styrkja raðirnar

Nicolas Jackson á æfingu með Senegal fyrir HM í Katar.
Nicolas Jackson á æfingu með Senegal fyrir HM í Katar. AFP/Issouf Sanogo

Bournemouth, nýliðar í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, hefur komist að samkomulagi við spænska félagið Villarreal um kaup á senegalska framherjanum Nicolas Jackson.

Kaupverðið er 20,3 milljónir punda og verður Jackson önnur kaup Bournemouth í janúarglugganum, en áður hafði félagið fest kaup á vængmanninum Dango Ouattara fyrir 20 milljónir punda frá franska félaginu Lorient.

Jackson, sem er 21 árs, hefur skorað þrjú mörk í 24 leikjum í öllum keppnum fyrir Villarreal á tímabilinu og lék sinn fyrsta og eina landsleik fyrir Senegal gegn Hollandi á HM í Katar í síðasta mánuði.

mbl.is