Má yfirgefa Manchester United

Brandon Williams er í aukahlutverki hjá Manchester United.
Brandon Williams er í aukahlutverki hjá Manchester United. AFP/Oli Scarff

Brandon Williams, bakvörður enska knattspyrnufélagsins Manchester United, gæti yfirgefið félagið á láni áður en félagaskiptaglugganum verður lokað í kvöld.

Það er Manchester Evening News sem greinir frá þessu en Williams, sem er 22 ára gamall, er uppalinn hjá félaginu.

Hann eyddi síðasta tímabili hjá láni hjá Norwich sem þá lék í ensku úrvalsdeildinni en alls á hann að baki 51 leik fyrir United í öllum keppnum.

Hann hefur aðeins komið við sögu í einum leik með United á tímabilinu, í enska deildabikarnum, en hann er samningsbundinn United út keppnistímabilið 2023-24.

mbl.is