Vill komast í úrslitaleik

David Moyes og hans menn eiga ólíku gengi að fagna …
David Moyes og hans menn eiga ólíku gengi að fagna í Evrópudeildinni og í úrvalsdeildinni. AFP/Ben Stansall

David Moyes, knattspyrnustjóri West Ham, segir að þó lið sitt sé í harðri fallbaráttu í ensku úrvalsdeildinni sé markmiðið að komast í úrslitaleik í Evrópukeppni í vor.

West Ham stendur vel að vígi í sextán liða úrslitum Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa sigrað AEK Larnaca 2:0 á útivelli í fyrri leik liðanna á Kýpur en seinni leikurinn fer fram í London í kvöld. West Ham hefur unnið alla níu leiki sína í keppninni í vetur á meðan liðið hefur aðeins unnið sex af 26 leikjum sínum í úrvalsdeildinni þar sem liðið hangir fyrir ofan fallsæti á betri markatölu en Bournemouth.

„Okkar stóra markmið er að komast alla leið í úrslitaleikinn en við þurfum á allri okkar einbeitingu að halda. Við eigum verkefni fyrir í kvöld og ef það gengur eftir erum við komnir í átta liða úrslit í Evrópukeppni annað árið í röð. Þetta er virkilega mikilvægt fyrir okkur," sagði Moyes við BBC.

mbl.is