Átta marka jafntefli hjá Liverpool - Arsenal fór hamförum

Roberto Firmino klappar hér fyrir stuðningsmönnum Liverpool þegar hann gekk …
Roberto Firmino klappar hér fyrir stuðningsmönnum Liverpool þegar hann gekk af velli í síðasta leik sínum fyrir félagið í dag. AFP/Adrian Dennis

Lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar var að ljúka og er óhætt að segja að liðin hafi boðið uppá fjöruga leiki.

Southampton og Liverpool áttust við í miklum markaleik sem endaði með jafntefli, 4:4. Mörk Southampton skoruðu James Ward-Prowse, Adam Armstrong og Kamaldeen Sulemana sem skoraði tvisvar. Fyrir Liverpool skoraði Diogo Jota tvö mörk, Roberto Firmino og Cody Gakpo skoruðu síðan sitthvort markið.

Arsenal fór hamförum á heimavelli gegn Wolves. Granit Xhaka skoraði tvö mörk og Bukayo Saka, Gabriel Jesus og Jakub Kiwior bættu við marki hver í 5:0 sigri Arsenal.

Granit Xhaka fagnar fyrra marki sínu í dag.
Granit Xhaka fagnar fyrra marki sínu í dag. AFP/Glyn Kirk

Þá vann Manchester United heimasigur á Fulham, 2:1. Kenny Tete kom gestunum yfir og Aleksandar Mitrovic klúðraði vítaspyrnu fyrir Fulham áður en Jadon Sancho jafnaði fyrir heimamenn. Það var síðan Bruno Fernandes sem skoraði sigurmark Manchester United.

Chelsea og Newcastle skildu jöfn á Stamford Bridge, 1:1. Anthony Gordon kom Newcastle yfir áður en Kieran Trippier varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark.

Jadon Sancho og Bruno Fernandes, markaskorar Manchester United, fagna marki …
Jadon Sancho og Bruno Fernandes, markaskorar Manchester United, fagna marki þess síðarnefnda í dag. AFP/Paul Ellis

Brentford vann Englandsmeistara Manchester City en City stillti upp varaliði sínu í dag. Það var Jamaíku-maðurinn Ethan Pinnock sem skoraði sigurmark Brentford undir lok leiks.

Þá gerðu Crystal Palace og Nottingham Forest jafntefli í Lundúnum, 1:1. Það var Nígeríumaðurinn Taiwo Awoniyi sem kom Forest yfir áður en Will Hughes jafnaði fyrir lærisveina Roy Hodgson.

mbl.is