Palace endaði fyrir ofan Chelsea (myndskeið)

Taiwo Awoniyi kom Nottingham Forest í 1:0 gegn Crystal Palace í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag.

Will Hughes jafnaði fyrir Palace og urðu lokatölur 1:1. Úrslitin þýða að Palace endar í ellefta sæti, einu sæti fyrir ofan Chelsea. Forest endar í 16. sæti og heldur sæti sínu í deildinni.

Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan, en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.

mbl.is