Líkamsræktarleikur með þeim mest seldu

Ring Fit Adventure er líkamsræktarleikur þar sem leikmenn framkvæma ákveðnar …
Ring Fit Adventure er líkamsræktarleikur þar sem leikmenn framkvæma ákveðnar hreyfingar til þess að sigra andstæðinga. Grafík/Nintendo

Einn af tíu best seldu tölvuleikjunum á Nintendo Switch er sérstök blanda af ævintýra-, hlutverka- og líkamsræktarleikjum.

Fleiri en fjórtán milljón eintök af tölvuleiknum Ring Fit Adventure hafa selst frá því að hann kom út í október árið 2019. 

Ferðast á milli heima

Ring Fit Adventure býður leikmönnum í ævintýralegan hlutverkaleik sem gerist í yfir tuttugu mismunandi teiknimyndaheimum.

Markmiðið er að komast í gegnum hvern heim til þess að finna og berjast við Dragaux, stórt og fjólublátt skrímsli.

Barist við andstæðinga

Fjöldi andstæðinga mæta leikmönnum á leiðinni, sem einnig þarf að sigrast á. En leikmenn berjast við andstæðinga með því að framkvæma ákveðnar líkamsæfingar. 

Til þess að spila leikinn er Joy-Con-fjarstýringin sett í pílateshring, sem þá verður að fjarstýringunni og nemur hreyfingar leikmanna.

mbl.is