LAVA Esports styrkir sig fyrir tímabilið

LAVA Esports eflir hópinn fyrir komandi tímabil í Rocket League.
LAVA Esports eflir hópinn fyrir komandi tímabil í Rocket League. Grafík/LAVA Esports

Íslenska rafíþróttaliðið LAVA Esports greindi frá því í sumar að það væri að skoða leikmannahópinn til þess að stækka við sig og fjölga tækifærum. Nú

Nú er LAVA búið að gera samning við Sam „Cynical“ Kilby fyrir næstu tvö tímabilin í Rocket League.

Harðákveðnir í að verja titlana

„Við vissum síðasta vor að það væru leikmannabreytingar hjá okkur framundan, á sama tíma vorum við harðákveðnir í því að verja okkar titla. Við skoðuðum því leikmannamarkaðinn vel í sumar í leit að tækifæri til að styrkja okkar hóp, en á sama tíma að vinna með einhverjum sem hefði hag á því að vinna með okkur.“ segir Gunnar Þór Sigurjónsson, framkvæmdastjóri LAVA.

„Sam kemur inn með reynsluna af stærri deildum ásamt reynslu af því að vinna með liðum sem tala önnur tungumál en ensku að staðaldri.“

Eitt stærsta afrek Sam er þegar hann vann sér inn þátttökurétt og spilaði í EU Major í RLCS tímabili X. Sam er ekki bara öflugur spilari heldur einnig hefur hann þjálfað í stærstu deildum heims í Rocket League síðustu ár.

„Hann hefur farið úr því að spila í hæsta styrkleika flokki í Evrópu yfir í að þjálfa í RLCS í Mið-Austurlöndunum, og allt þar á milli.“

Fer einnig með þjálfun í Bretlandi

Auk þess að keppa með LAVA mun Sam fara með þjálfun rafíþrótta í háskóla í Bretlandi. Þá spilar hann erlendis frá en LAVA mun síðan fljúga honum yfir til Íslands fyrir stærri viðburði á borð við úrslitakeppnir eða annað.

„Vonandi verða þá tækifæri fyrir hann að að tengjast samfélaginu hérna heima og miðla þekkingu sinni.“

Á komandi tímabili munu eftirfarandi leikmenn spila fyrir hönd LAVA Esports:

Sam „Cynical“ Kilby

Valdimar „Vaddimah“ Steinarsson

Brynjar Örn „BNZ“ Birgisson

Brynjar Þór „BBRX“ Bergsson í hlutverki liðsstjóra og yfirþjálfara.

Munu áfram vera með íslenska leikmenn

Vaddimah, BNZ og BBRX eru núverandi deildar- og bikarmeistarar með LAVA tvö tímabil í röð ásamt því að hafa einnig unnið titlana áður en LAVA Esports varð til, þá undir merkjum KR.

Það er því alveg ljóst að LAVA ætlar sér ekkert minna en að halda sæti sínu sem besta Rocket League lið landsins.

Er markmiðið kannski orðið stærra en íslenska deildin?

„Já og nei, við höfum auðvitað öll tekið eftir því hvað Dusty er að gera og hvaða frábæra árangri Dusty er að ná. Við erum hins vegar íslenskt lið byggt upp af íslenskum spilurum og munum vera það áfram,“ segir Gunnar Þór.

„Við þetta opnast auðvitað tengingar út og það væri gaman að sjá íslensk lið fara láta meira til sín taka á alþjóðasenunni en við megum aldrei gleyma samfélaginu hérna heima.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert