Úrslit í Valorant ráðast á laugardaginn

Valorant-deildir Rafíþróttasamtaka Íslands.
Valorant-deildir Rafíþróttasamtaka Íslands. Grafík/Rafíþróttasamtök Íslands

Úrslit í Úrvalsdeildum RÍSÍ í Valorant ráðast á laugardaginn, 10. september. Riðlaleikjum í báðum flokkum lauk á sunnudaginn og er nú orðið ljóst hvaða lið mætast í undanúrslitum.

Í opnum flokki endaði Dusty efst en þar á eftir fylgdu EX-Icelandic Champs, Dímon, og að lokum Charge. Í kvennaflokki var KRAFLA efst en þar fyrir neðan voru GORLS, BroFlakez, og Pink Express.

Dusty mun því mæta Charge í undanúrslitum og EX-Icelandic Champs mæta Dímon. Að sama skapi mun KRAFLA mæta Pink Express og GORLS mæta BroFlakez. Sigurvegarar þessa undanúrslitaleikja munu svo mætast í úrslitum á laugardaginn.

Sýnt verður frá úrslitunum á Twitch-rás Rafíþróttasamtaka Íslands og hefst útsending klukkan 18.

mbl.is