Hamilton ómeiddur eftir harðan skell

Lewis Hamilton.
Lewis Hamilton. mbl.is/mclaren

Breski nýliðinn Lewis Hamilton hlaut harðan skell er McLarenbíll hans flaug á miklum hraða út úr brautinni í Valencia á Spáni í gær. Hann slapp þó ómeiddur.

"Lewis er ómeiddur, en MP4-22 er of mikið laskaður til að gert verði við hann fyrir morgundaginn," sagði talsmaður liðsins. Hann bætti við að verið væri að grafast fyrir um orsakir óhappsins.

Hamilton hafði ekið 33 hringi er óhappið varð og mældist sá hraðasti 1:12,596 mínútur. Liðsfélagi hans Fernando Alonso ók alls 76 hringi, þann hraðasta á 1:11,698 mín.

mbl.is