Færi gefst á að giska hvernig Kristjáni Einari vegnar

Kristján Einar reyrður niður í bíl sinn fyrir keppni.
Kristján Einar reyrður niður í bíl sinn fyrir keppni.

Gestir vefsetursins formula.is eiga þess kost að taka þátt í leik og giska á hvernig Kristjáni Einari Kristjánssyni vegna í keppni í þeim þremur mótum sem hann á eftir í hinni opnu evrópsku formúlu-3.  Fyrst þessara móta fer fram um helgina í Monza á Ítalíu.

Kristján Einar keppir um svonefndan Copa-bikar í formúluröðinni og hefur spjarað sig vel. Ríkissjónvarpið mun sýna frá keppni hans í mótunum þremur. Auk Monza er um að ræða keppni í Jerez á Spáni 17. og 18. október, og í Barcelóna 31. október og 1. nóvember. Keppt er tvisvar í hverju móti.

Giski fleiri en einn á rétt svar verður dregið um sigurvegara. Lokað verður fyrir þátttöku báða keppnisdagana kl. 10 f.h. Heppinn sigurvegari er dreginn út báða keppnisdaga og fær að launum málsverð fyrir tvo á veitingahúsi.

Fyrirtækið Formula Iceland ehf. á Akureyri stendur að vefsetrinu formula.is og hefur þróað og rekið sérstakan liðstjóraleik í formúlu-1 þar sem þátttakendur hafa getað byggt sín eigin formúlulið og tekið þátt í keppni á netinu.
Kristján Einar og tæknimaður hjá West Tec-liðinu skoða gögn um …
Kristján Einar og tæknimaður hjá West Tec-liðinu skoða gögn um starfsemi bílsins í Magny-Cours.
mbl.is