Force India heldur í Hülkenberg

Nico Hülkenberg sinnir aðdáanda í Suzuka.
Nico Hülkenberg sinnir aðdáanda í Suzuka. mbl.is/afp

Force India hefur staðfest framlengingu á ráðningarsamningi Nico Hülkenberg út næsta ár, 2015.

Hülkenberg, sen er 27 ára, sneri aftur til liðsins fyrir vertíðina í ár og hefur skilað sér í mark í stigaslæti í 13 mótum af 16, þar af fjórum sinnum í fimmta sæti.

Ökumaðurinn telur að fyrir hendi séu hjá Force India undirstöður sem leyfi honum að halda að enn betri árangurs sé að vænta í framtíðinni.

„Það er gott að hafa næstu vertíð á hreinu. Liðið þekki ég út og inn og við höfum átt gott ár. Mikill metnaður er fyrir hendi innan þess og ég held við munum verða með samkeppnisfæran bíl á næsta ári. Ég geng móti því með góðar tilfinningar fyrir því að við munum gera enn betur þá,“ segir Hülkenberg í tilefni framhaldsráðningarinnar.

Perez líklega líka áfram hjá Force India

Fregnir herma að Force India sé einnig langt komið með að framlengja ráðningarsamnings hins ökumannsins, Sergio Perez.

mbl.is