Hülkenberg hættir hjá Force India

Nico Hülkenberg gæti orðið nýr liðsmaður Renault.
Nico Hülkenberg gæti orðið nýr liðsmaður Renault. AFP

Force India staðfesti í morgun að Nico Hülkenberg myndi hverfa þaðan úr skiprúmi við vertíðarlok.

Í tilkynningu segir liðið að Hülkenberg muni freista gæfunnar annars staðar í formúlu-1 í framtíðinni, en Renaultliðið hefur sýnt honum mikinn áhuga sakir langrar reynslu sem keppnis- og þróunarökumanns.

will leave the team at the end of the season to 'pursue other opportunities in Formula 1', bringing his second spell with the Silverstone-based outfit to a close.

Hülkenberg réði sig til Force India sem reynsluökumaður 2011, eftir að hafa keppt fyrir Williams 2010. Tók hann síðan við 2012 sem keppnisökumaður hjá Force India.

Þaðan hvarf hann til Sauber 2013 en sneri aftur til Force India 2014. Besti árangur hans þar í stigakeppni ökumanna er níunda sæti. Enginn annar ökumaður hefur aflað liðinu jafn margra stiga í keppni og hann.

Hülkenberg hafði skrifað undir samning til ársloka 2017 en fékk sig leystan undan honum.

Nico Hülkenberg á fornum Daimler blæjubíl á heiðurshring fyrir japanska ...
Nico Hülkenberg á fornum Daimler blæjubíl á heiðurshring fyrir japanska kappaksturinn í Suzuka. AFP
Nico Hülkenberg á ferð í Suzuka.
Nico Hülkenberg á ferð í Suzuka. AFP
mbl.is