7 lið staðfesta frumsýningu

Sjö formúlulið af 10 hafa tilkynnt hvenær keppnisbílar ársins verða frumsýndir. Williams ríður á vaðið 15. febrúar.

Sauber og Renault sigla svo í kjölfarið tæpri viku seinna, þriðjudaginn 20. febrúar, en listinn yfir liðin sjö sem þegar hafa ákveðið frumsýningu er sem hér segir:

15. febrúar    Williams
20. febrúar    Sauber
20. febrúar    Renault
22. febrúar    Ferrari
22. febrúar    Mercedes
23. febrúar    McLaren
25. febrúar    Toro Rosso 

Ljúka þau sem sagt öll frumsýningum áður en bílprófanir vetrarins hefjast mánudaginn 26. febrúar.

mbl.is