Alonso brosti breitt

Fernando Alonso stillir sér upp við McLarenbílinn í Navarra-brautinni.
Fernando Alonso stillir sér upp við McLarenbílinn í Navarra-brautinni. AFP

Fernando Alonso brosti út að eyrum eftir að hafa frumekið nýjum keppnisbíl McLaren á Navarra brautinni á Spáni í dag.

Þar fór fram svonefndur myndatökudagur en á slíkum mega lið aka bílum sínum að hámarki 100 km.

Notaði McLaren tækifærið jafnframt til að prófa hin ýmsu kerfi bílsins og var Alonso ánægður með niðurstöðuna.

„Tilfinningin var frábær,“ sagði Alonso nýstiginn upp úr bílnum eftir aksturinn. „Það er alltaf svolítið sérstakt augnablik að setjast í nýjan bíl fyrsta sinni. Hann virkaði mjög vel á mig og ég hlakka til að fá að taka á.“

Alonso ók 50 kílómetra og liðsfélagi hans Stoffel Vandoorn hina 50. „Betri tímar eru framundan hjá okkur, það eru skilaboð dagsins,“ sagði Alonso og skírskotaði til erfiðleika sem hrelltu McLaren undanfarin þrjú ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert