Ricciardo fljótastur á fyrstu æfingu

Daniel Ricciardo mætir til æfingarinnar í Barein, brosmildur að vanda.
Daniel Ricciardo mætir til æfingarinnar í Barein, brosmildur að vanda. AFP

Daniel Ricciardo á Red Bull (1:31,060) ók hraðast á fyrstu æfingu keppnishelgarinnar í Barein þrátt fyrir að hafa ekið næstum helmingi færri hringi en næstu menn. Næsthraðast fór Valtteri Bottas á Mercedes (1:31,364) en á þeim Ricciardo munaði 0,3 sekúndum. Þriðji varð Kimi Räikkönen á Ferrari, 0,1 sekúndu á eftir landa sínum Bottas, eða á 1:31,458 mín.

Fjórða besta tímann átti Sebastian Vettel á Ferrari (1:31,470) sem var 12 þúsundustu úr sekúndu á eftir  liðsfélaga sínum Räikkönen og fimmta tímann átti svo Lewis Hamilton á Mrecedes (1:32,272). Var heimsmeistarinn 1,2 sekúndum lengur með hringinn en Ricciardo.

Svo sem sjá má voru fyrstu fjórir bílarnir einkar jafnir en bilið breikkaði síðan. Í sætum sex til tíu urðu Romain Grosjean á Haas (1:32,516), Pierre Gasly á Toro Rosso (1:32,779), Carlos Sainz á Renault (1:32,885), Kevin Magnussen á Haas (1:32,971) og Nico Hülkenberg á Renault (1:33,104). 

Fernando Alonso (1:33,223) og Stoffel Vandoorne (1:33,278) hjá McLaren áttu ellefta og þrettánda besta hring en á milli þeirra varð Charles Leclerc á Sauber  (1:33,364).

Daniel Ricciardo á ferð í Barein í dag.
Daniel Ricciardo á ferð í Barein í dag. AFP
Enginn hafði við Daniel Ricciardo á Red Bull á fyrstu ...
Enginn hafði við Daniel Ricciardo á Red Bull á fyrstu æfingunni í Barein. AFP
mbl.is
L M Stig
1 Úrúgvæ 3 5:0 9
2 Rússland 3 8:4 6
3 Sádi-Arabía 3 2:7 3
4 Egyptaland 3 2:6 0
L M Stig
1 Spánn 3 6:5 5
2 Portúgal 3 5:4 5
3 Íran 3 2:2 4
4 Marokkó 3 2:4 1
L M Stig
1 Frakkland 3 3:1 7
2 Danmörk 3 2:1 5
3 Perú 3 2:2 3
4 Ástralía 3 2:5 1
L M Stig
1 Króatía 3 7:1 9
2 Argentína 3 3:5 4
3 Nígeria 3 3:4 3
4 Ísland 3 2:5 1
L M Stig
1 Brasilía 3 5:1 7
2 Sviss 3 5:4 5
3 Serbía 3 2:4 3
4 Kostaríka 3 2:5 1
L M Stig
1 Svíþjóð 3 5:2 6
2 Mexíkó 3 3:4 6
3 Suður-Kórea 3 3:3 3
4 Þýskaland 3 2:4 3
L M Stig
1 Belgía 3 9:2 9
2 England 3 8:3 6
3 Túnis 3 5:8 3
4 Panama 3 2:11 0
L M Stig
1 Kólumbía 3 5:2 6
2 Japan 3 4:4 4
3 Senegal 3 4:4 4
4 Pólland 3 2:5 3
Sjá alla riðla