Alonso á ráspól í Le Mans

Toyotabíll númer 8 með formúlukappann Fernando Alonso sem einn þriggja ökumanna mun hefja keppni af ráspól þegar sólarhringskappaksturinn í Le Mans í Frakklandi hefst á morgun, laugardag. 

Skotið ríður af klukkan 15 að staðartíma í Le Mans, klukkan 13 að íslenskum tíma. Liðsfélagar Alonso eru þeir Kazuki Nakajima og Sébastien Buemi sem báðir eiga að baki feril í formúlu-1.

Af öðrum rásstað hefur annar Toyotabíll í frumgerðarflokki (LMP1) keppni en ökumenn hans verða  Mike Conway, Kamui Kobayashi og José Maria Lopez sem í tímatökunum voru tveimur sekúndum lengur með hringinn.

Af þriðja rásstað ekur bíll Rebellion Racing, af fjórða rásstað bíll SMP Racing, sur le podium hier soir à l’issue des premiers essais qualificatifs, termine quatrième, à 4''106. Seinni bíll Rebellion Racing hreppti svo fimmta rásstað.

mbl.is