Vettel tók lokaæfingua

Sebastian Vettel á Ferrari náði besta hring ökumanna á lokaæfingunni fyrir tímatökuna í Sao Paulo í Brasilíu. Var hann rúmlega 0,2 sekúndum fljótari en Lewis Hamilton á Mercedes.

Liðsfélagar þeirra urðu í þriðja og fjórða sæti á lista yfir hröðustu hringi, landarnir Valtteri Bottas þriðji og Kimi Räikkönen fjórði.  Á þeim munaði 25 þúsundustu úr sekúndu en bilið frá þeim í Vettel var rúm hálf sekúnda.

Í fimmta og sjötta sæti urðu Red Bull félagarnir Max Verstappen og Daniel Ricciardo, en næstir þeim urðu Kevin Magnussen og Romain Grosjean hjá Haas sjöunda og áttunda sæti.

Fyrri tuginn fylltu svo Pierre  Gasly á Toro Rosso og Charles Leclerc á Sauber. Var sá síðarnefndi nákvæmlega 1,5 sekúndu lengur með hringinn en Vettel.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert