Ökumenn Red Bull fljótastir

Lewis Hamilton í brautinni í Abu Dhabi, á fyrstu æfingu …
Lewis Hamilton í brautinni í Abu Dhabi, á fyrstu æfingu helgarinnar. AFP

Max Verstappen ók hraðast á fyrstu æfingu helgarinnar í lokakappakstri ársins, í Abu Dhabi. Félagi hans hjá Red Bull, Daniel Ricciardo, átti næstbesa  hring en á þeim munaði hálfri sekúndu.

Í næstu tveimur sætum urðu Valtteri Bottas og Lewis Hamilton á Mercedes, en athygli vekur að sá síðarnefndi var rúmlega sekúndu lengur með hringinn en Verstappen.   

Í sætum fimm til tíu á lista yfir hröðustu hringi - í þessari röð - urðu svo Esteban Ocon á Force India, Kevin Magnussen á Haas, Kimi Räikkönen og Sebastian Vettel á Ferrari, Carlos Sainz á Renault og Romain Grosjean á Haas. Var Grosjean 2,1 sekúndu lengur að klára hringinn en Verstappen.

Max Verstappen í bílskúr Red Bull við upphaf æfingarinnar í …
Max Verstappen í bílskúr Red Bull við upphaf æfingarinnar í Abu Dhabi. AFP
Daniel Ricciardo leikur sér með hjálm sinn við liðsmyndatöku Red …
Daniel Ricciardo leikur sér með hjálm sinn við liðsmyndatöku Red Bull í Abu Dhabi í morgun. AFP
Venjulega er tekin liðsmynd við upphaf fyrsta kappaksturs ársins og …
Venjulega er tekin liðsmynd við upphaf fyrsta kappaksturs ársins og svo aftur er síðasta mótið rennur upp. Útaf þeirri venju brá Ferrari ekki í Abu Dhabi. Sjá má að það eru margir menn sem standa að baki ökumönnunum í mótum. AFP
Leiðir mun skilja með Kimi Räikkönen (t.h.) og Sebastian Vettel …
Leiðir mun skilja með Kimi Räikkönen (t.h.) og Sebastian Vettel eftir mótið í Abu Dhabi. Hér slá þeir á létta strengi af þessu tilefni á blaðamannafundi í morgun. AFP
Mynd smellt af Red Bull liðinu í Abu Dhabi.
Mynd smellt af Red Bull liðinu í Abu Dhabi. AFP
Kappakstur helgarinnar er sá síðasti sem þeir skrýðast sama keppnisgalla …
Kappakstur helgarinnar er sá síðasti sem þeir skrýðast sama keppnisgalla því Daniel Ricciardo (t.h.) fer til Renault en Max Verstappen verður áfram hjá Red Bull. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert