Leclerc fljótastur

Vélvirkjar Red Bull koma með tjónaðan bíl Max Verstappen að …
Vélvirkjar Red Bull koma með tjónaðan bíl Max Verstappen að bílskúr liðsins í Spielberg. AFP

Charles Leclerc á Ferrari ók hraðast á seinni æfingu dagsins í Spielberg í Austurríki. Annar varð Valtteri Bottas á Mercedes og þriðji Pierre Gasly á Red Bull.

Max Verstappen á Red Bull klessti harkalega a öryggisvegg við lokabeygju hringsins og endaði í níunda sæti á lista yfir hröðustu hringi æfingarinnar. Mikið tjón varð á afturenda bílsins.

Vart var æfingin hafin að nýju er Bottas flaug út úr fimmtu beygju og skal á öryggisvegg með þeim afleiðingum að trjóna bílsins eyðilagðist. Þá snarsnerist bíll Vettels harkalega í lokabeygju hringsins rétt eftir óhapp Bottas en Ferraribíllinn slapp þó við vegginn.

Lewis Hamilton átti fjórða besta tímann, var 0,4 sekúndum á eftir Leclerc. Í sætum fimm til tíu urðu - í þessari röð - Carlos Sainz á McLaren, Romain Grosjean á Haas, Kimi Räikkönen á Alfa Romeo, Vettel, Verstappen og Lando Norris á McLaren sem var rétt innan við 0,9 sekúndum lengur í förum en Leclerc.

Lewis Hamilton átti aðeis fjórða besta tíma æfingarinnar. Hér leggur …
Lewis Hamilton átti aðeis fjórða besta tíma æfingarinnar. Hér leggur hann af stað í aksturslotu í Spielberg nú síðdegis. AFP
Valtteri Bottas í bílskúr Mercedes í Spielberg í dag.
Valtteri Bottas í bílskúr Mercedes í Spielberg í dag. AFP
Sebastian Vettel snarsnýr bíl sínum við lokabeygju hringsins á seinni …
Sebastian Vettel snarsnýr bíl sínum við lokabeygju hringsins á seinni æfingunni í Spielberg í dag. Hann slapp naumlega við aðskella á öryggisveggnum. AFP
Sebastian Vettel snarsnýr bíl sínum við lokabeygju hringsins á seinni …
Sebastian Vettel snarsnýr bíl sínum við lokabeygju hringsins á seinni æfingunni í Spielberg í dag. Hann slapp naumlega við aðskella á öryggisveggnum. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert