Bresk kappaksturshetja látin

Stirling Moss.
Stirling Moss.

Breska kapp­akst­urs­goðið sir Stir­ling Moss, sem öðlaðist sig­ur­frægð í formúlu-1- og Le Mans-kapp­akstr­in­um, er látinn 90 ára að aldri eftir langvarandi baráttu við veikindi.

Moss er af mörgum talinn einn besti ökuþór formúlu-1 frá upphafi. Hann keppti um 10 ára skeið í formúlu-1 og er goðsögn í lif­andi lífi þrátt fyr­ir að hafa aldrei orðið heims­meist­ari. Hann varð í öðru sæti í stiga­keppni ökuþóra fjög­ur ár í röð, 1955-58. Þá var hann sleg­in til ridd­ara í bresku kon­ungs­höll­inni árið 2000.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert