Þremur mótum aflýst

Frá ræsingu í Singapúr. Ekkert verður af keppni þar í …
Frá ræsingu í Singapúr. Ekkert verður af keppni þar í ár. AFP

Þrjú mót í formúlu-1 voru slegin af í dag, í Singapúr, Azerbajzan og Japan.

Þar með hafa sjö móta ársins verið felld niður fyrir fullt og allt þar sem þeim verður ekki lengur komið fyrir á mótaskránni af margvíslegum aðstæðum í heimalöndum þeirra.

Þau fjögur sem áður höfðu verið flautuð af eru Melbourne, Mónakó, Frakkland og Holland.

Keppni í formúlu-1 í ár hefst um mánaðarmótin næstu. Staðfest hefur verið að keppt verði alla vega í átta mótum í ár; Spielberg í Austurríki, Hungaroring í Ungverjalandi, Silverstone í Englandi, Spa í Belgíu og Monza á Ítalíu.

Í Spielbrg og Silverstone verður keppt tvisvar, þ.e. tvær helgar í röð á hvorum staðnum.

mbl.is