Grosjean á Mercedes í Paul Ricard

Grosjean að klifra út úr bílnum í Barein.
Grosjean að klifra út úr bílnum í Barein. AFP

Kanadíska kappakstrinum í formúlu-1 hefur verið aflýst annað árið í röð og er meginskýringin barátta  kanadískra sóttvarnayfirvalda við kórónuveiruna.

Keppa átti í Montreal um helgina en nú eru allar líkur á að mótið komi ekki á dagskrána aftur fyrra en a næsta ári, 2022.

Næsta mót verður því franski kappaksturinn  sem fram fer um komandi helgi í Paul Ricard brautinni í Le Castellet skammt frá suðurströnd Frakklands.

Þar mun Romain Grosjean aka fyrir Mercedes á föstudeginum. Var það sérstakt boð sem liðið bauð honum hafandi horft á hann berjast fyrir lífi sínu í stórbáli eftir árekstur á 220 km/klst  ferð við öryggisvegg í kappastrinum í Barein 29. nóvember sl.

 „Það verður einstök tilfinning að setjast um borð í heimsmeistarabíl,“ sagði Grosjean á heimasíðu Mercedesliðsins, en hann brendist illa á báðum höndum meðan hann braust úr logandi braki Haas-bílsins.

Strax lýsti Mercedesstjórinn Toto Wolff svo um mælt að hann myndi ekki samþykkja að slysið yrði til að binda endi á keppnisferil Grosjean og bauð honum að sinna reynsluakstri fyrir Mercedes. Mun það boð hafa verið mjög uppörvandi fyrir Grosjean á bataferlinu.

Romain Grosjean á Haasbíl sínum.
Romain Grosjean á Haasbíl sínum. AFP
Eitthvað finnst Lewis Hamilton (t.v.) fyndið við það sem Romain …
Eitthvað finnst Lewis Hamilton (t.v.) fyndið við það sem Romain Grosjean sagði á blaðamannafundinum í Singapúr. AFP
Romain Grosjean keppir í ár í IndyCar í Bandaríkjunum og …
Romain Grosjean keppir í ár í IndyCar í Bandaríkjunum og þaðeinkennilega var að í síðasta móti fyrir nokkrum dögum kviknaði eldur í bílnum vegna vélarbilunar.
Lítið var eftir af bíl Grosjean en nóg til að …
Lítið var eftir af bíl Grosjean en nóg til að bjarga honum úr bálinu í Barein. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert