Heimamaðurinn á ráspól

Charles Leclerc byrjar fremstur á ráslínunni í dag.
Charles Leclerc byrjar fremstur á ráslínunni í dag. AFP/Andrej Isakovic

Mónakóinn Charles Leclerc tryggði sér í gær ráspól fyrir kappaksturinn á heimavelli í Formúlu 1 í dag. Átti hann besta tímann í tímatökunni í gær og byrjar því fremstur í röðinni í dag. 

Leclerc ekur fyrir Ferrari og liðsfélagi hans Carlos Sainz varð annar. Sergio Pérez og Max Verstappen byrja í þriðja og fjórða sæti.

Lando Norris á McLaren varð fimmti, George Russell á Mercedes sjötti, Fernando Alonso á Alpine sjöundi og Lewis Hamilton á Marcedes áttundi.

Ráspólinn í Mónakó er sá mikilvægast af öllum mótunum í Formúlu 1, þar sem brautin er gríðarlega þröng og tækifærin fyrir framúrakstur af skornum skammti.  

mbl.is