Jafntefli í botnslag

Nýliðarnir ÍR og Þróttur skildu jöfn 2:2 á ÍR-vellinum í Breiðholtinu í dag. Leikurinn einkenndist af mikilli baráttu þar sem bæði lið ætluðu sér sigur en sennilega er jafnteflið slæm úrslit fyrir bæði lið.

Þróttararnir voru grimmir í byrjun og Vignir Þór Sverrisson launaði Willum þjálfari traustið og skoraði fyrsta markið á 9. mínútu en Vignir hefur lítil tækifæri fengið með Þrótturum í sumar þrátt fyrir að hafa verið einn besti maður liðsins á síðustu leiktíð. Markamaskínan Tómas Ingi Tómasson bætti síðan við öðru marki fyrir leikhlé áður en Bjarni Gaukur Sigurðsson minnkaði muninn fyrir ÍR. Í síðari hálfleiknum færðust heimamenn allir í aukana án þess þó að gestirnir legðu árar í bát. Kristján Brooks jafnaði metin eftir harða sókn og við það sat. 0:1 á 9. mínútu
Vignir Þór Sverrisson skorar með hnitmiðuðu skoti utarlega úr vítateig ÍR-inga. 0:2 á 37. mínútu
Tómas Ingi Tómasson fékk sendingu inn fyrir vörn ÍR, lék á Ólaf markvörð, og renndi boltanum í netið. 1:2 á 44. mínútu
Bjarni Gaukur Sigurðsson kastaði sér fram í vítateig Þróttar og skallaði boltann í netið eftir aukaspyrnu. 2:2 á 72. mínútu
Bjarni Gaukur Sigurðsson kmost í gott færi, Fjalar Þorgeirsson varði frá honum en Kristján Brooks fylgdi vel á eftir og skoraði fyrir ÍR. Byrjunarliðin:
ÍR:Ólafur Þór Gunnarsson, Magni Þórðarson, Kristján Halldórsson, Geir Brynjólfsson, Garðar Newman, Bjarni Gaukur Sigurðsson, Joe Tortolano, Guðmundur Guðmundsson, Kristján Brooks, Sævar Þ. Gíslason, Chris Jackson.
Þróttur: Fjalar Þorgeirsson, Þorsteinn Halldórsson, Vignir Helgason, Izudin Daði Dervic, Kristján Jónsson, Arnaldur Loftsson, Logi U. Jónsson, Páll Einarsson, Gestur Pálsson, Tómas Ingi Tómasson, Hreinn Hringsson. Gul spjöld:
ÍR: Magni Þórðarson á 15. mínútu. Dómari:
Kristinn Jakobsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert