Grétar skoraði í 2:0-sigri AZ Alkmaar

Grétar Rafn Steinsson í landsleik með íslenska landsliðinu á Laugardalsvelli.
Grétar Rafn Steinsson í landsleik með íslenska landsliðinu á Laugardalsvelli. mbl.is/Árni Torfason
Grétar Rafn Steinsson skoraði fyrir hollenska knattspyrnuliðið AZ Alkmaar í gær 2:0-sigri liðsins á útivelli gegn Spörtu í Rotterdam. Grétar kom inná sem varamaður á 30. mínútu í leiknum og skoraði hann fyrsta mark leiksins með skalla á 55. mínútu. Jóhannes Karl Guðjónsson sat á varamannabekk Alkmaar og kom ekki við sögu í leiknum.
mbl.is