„Býst fastlega við að fara“

Sölvi Geir í leik með SönderjyskE.
Sölvi Geir í leik með SönderjyskE. mbl.is

Í fyrradag var Sölvi orðaður við skoska stórliðið Celtic í skoskum fjölmiðlum en umboðsmaður hans, Guðlaugur Tómasson, sagði við Morgunblaðið að ekkert væri hæft í þeim fréttum.

,,Það er enginn staðfestur áhugi á honum á Bretlandseyjum eins og er en það er mikill áhugi á honum hjá stóru liðunum í Danmörku og á fleiri stöðum í Skandinavíu. Öllum tilboðum í hann hefur verið hafnað en ég held að SönderjyskE sé að bíða hvað gerist fyrir utan Danmörku,“ sagði Guðlaugur við Morgunblaðið.

,,Ég býst fastlega við því að fara frá liðinu í sumar. Mér finnst þegar ég geri tímabilið upp hjá mér að ég sé tilbúinn í að taka skref fram á við og vonandi tekst það,“ sagði Sölvi Geir við Morgunblaðið en hann lék sinn 5. landsleik gegn Makedóníumönnum í Skopje í síðustu viku.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert