Robben: Áttum ekki von á svona léttum leik

Arjen Robben og félagar hans í Bayern München léku listir …
Arjen Robben og félagar hans í Bayern München léku listir sínar gegn Manchester City í kvöld. PATRIK STOLLARZ

Arjen Robben kantmaðurinn knái í liði Evrópu- og Þýskalandsmeistara Bayern München átti ekki von á að sigur liðsins gegn Manchester City á Ethiad Stadium yrði eins léttur og raun bar vitni en Bæjarar tóku City-menn í bakaríið og fögnuðu 3:1 sigri.

„Við spiluðum stórkotlegan fótbolta fyrstu 70 mínúturnar. Við höfðum mikla yfirburði á móti mjög stóru og sterku liðið. Við áttum ekki von á svona léttum leik á móti Manchester City,“ sagði Robben sem skoraði eitt marka Bayern í leiknum.

„Ég get ekki annað en hrósað okkar liði en við reiknuðum með miklu meira frá City. Við gáfum leikmönnum liðsins ekkert pláss og við pressuðum þá alveg upp að þeirra eigin vítateig svo þeir neyddust til að sparka boltanum langt fram völlinn. Oft á tíðum fengum við gott pláss sem við nýttum vel,“ sagði Hollendingurinn frábæri.

mbl.is

Bloggað um fréttina