Arsenal nánast úr leik

Leikmenn Bayern fagna sigrinum.
Leikmenn Bayern fagna sigrinum. AFP

Arsenal er nánast fallið úr leik í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu eftir 5:1 tap gegn Þýskalandsmeisturunum í Bayern München í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum. Real Madrid er hins vegar langt komið með að tryggja sér sæti í 8-liða úrslitunum eftir 3:1 sigur á Napoli.

Bayern fór mun betur af stað í Þýskalandi og var það algjörlega verðskuldað þegar Arjen Robben kom þeim yfir með fallegu skoti snemma leiks. Arsenal gafst hins vegar ekki upp og jafnaði Alexis Sanchez er hann fylgdi eftir vítaspyrnu sem Manuel Neuer varði frá honum.

Þýska liðið bauð hins vegar upp á algjöra flugeldasýningu í seinni hálfleiknum og skoraði fjögur mörk, án þess að Arsenal næði að svara.

Napoli skoraði fyrsta markið gegn Evrópumeisturum Real Madrid. Toni Kroos jafnaði hins vegar fyrir hlé, áður en Real Kláraði leikinn í síðari hálfleik. 

Bayern München - Arsenal 5:1
Real Madrid - Napoli 3:1

Endurhlaða þarf síðuna svo lýsingin uppfærist. 

90. Leikjunum er lokið. 

88. MARK! Þetta er orðið vandræðalegt fyrir enska liðið. Thomas Müller af stuttu færi eftir góða sókn. 

77. Skipting hjá Arsenal. Olivier Giroud kemur inn fyrir Francis Coquelin. 

64. MARK! Thiago skorar sitt annað mark og Arsenal kemur varla til baka úr þessu. Þýska liðið er einfaldlega mikið betra. 

63. Bayern er með tögl og haldir á leiknum núna og sækja Þjóðverjarnir án afláts. 

57. MARK! Það rignir inn mörkunum í Meistaradeildinni. Thiago skorar eftir að hafa skilið vörn Arsenal eftir.  

56. MARK! Það er markaveisla í Madrid. Casemiro skorar algjörlega geggjað mark. Boltinn skoppar fyrir framan hann rúmum 20 metrum frá markinu og hann hamrar boltanum í netið. Glæsilegt mark. 

54.MARK! Toni Croos er búinn að koma Madrid yfir á heimavelli eftir sendingu frá Cristiano Ronaldo. 

54. MARK! Robert Lewandowski kemur Bayern yfir með skalla eftir fyrirgjöf frá hægri. Mustafi átti ekki möguleika í Pólverjann í loftinu. 

49. Seinni hálfleikurinn fer ekki vel af stað fyrir Arsenal. Fyrirliðinn Laurent Koscielny fer meiddur af velli og Gabriel kemur inn í hans stað. 

46. Seinni hálfleikur er kominn af stað.

45. Hálfleikur. Það er kominn hálfleikur í báðum leikjum. 

45. Mesut Özil fær gott færi rétt fyrir leikhlé en Neuer ver vel frá honum með löppunum. 

45. Tvö fín skallafæri hjá Bayern með stuttu millibili. Fyrst skallar Lewandowski fram hjá af stuttu færi og skömmu síðar á Mats Hummels skalla eftir aukaspyrnu en sá skalli fer sömu leið. 

40. Fín skyndisókn hjá Arsenal endar með hættulegu skoti frá Granit Xhaka. Sem betur fer fyrir Neuer í marki Bayern var það beint á hann. 

30. MARK! Arsenal er búið að jafna. Manuel Neuer ver vítið frá Alexis Sanchez. Sanchez nær hins vegar frákastinu og kemur boltanum í netið í þriðju tilraun. 

29. Víti! Arsenal fær vítaspyrnu. Robert Lewandowski brýtur á Laurent Koscielny innan teigs. Hárréttur dómur.  

27. Fyrsta færi Arsenal kemur eftir tæplega hálftíma leik. Mesut Özil á aukaspyrnu rétt utan teigs sem Manuel Neuer nær að verja. Markmaðurinn heldur ekki boltanum en búið er að flagga rangstöðu og Neuer sleppur með skrekkinn. 

19. MARK! Þriðja mark kvöldins er komið. Karim Benzema jafnar fyrir Madrid með skalla af stuttu færi. 

12. MARK! Lorenzo Insigne er búinn að koma Napoli yfir í Madrid. Hann sér að Keylor Navas er framarlega í markinu og snýr hann boltann snyrtielga fram hjá honum. Óvænt tíðindi. 

12. MARK! Arjen Robben skorar stórglæsilegt mark. Hann fær boltann á vinstri kantinum, fer á vörn Arsenal og smellir boltann í stöng og inn, alveg upp í vinklinum. Svona á að gera þetta. 

9. Arturo Vidal á fyrsta færið í leik Bayern og Arsenal en skotið hans veldur leikmönnum Arsenal ekki miklum áhyggjum. Real Madrid fer sömuleiðis vel af stað og komst Benzema í fínt færi snemma leiks en Pepe Reina varði frá honum. 

1. Leikirnir eru komnir af stað. 

Byrjunarlið Bayern Munchen: Neuer, Lahm, Hummels, Martínez, Alaba, Xabi Alonso, Vidal, Robben, Thiago, Costa, Lewandowski

Byrjunarlið Arsenal: Ospina, Bellerin, Mustafi, Koscielny, Gibbs, Xhaka, Coquelin, Ox, Ozil, Iwobi, Alexis

Byrjunarlið Real Madrid: Navas, Carvahal, Ramos, Varane, Ronaldo, Kroos, Benzema, James, Marcelo, Casemiro, Modric

Byrjunarið Napoli: Reina, Hysaj, Albiol, Koulybaly, Ghoulam, Zielinski, Diawara, Hamsik, Callejon, Mertens, Insigne

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert