Allt í hnút á toppi deildarinnar

Corentin Tolisso fagnar sigurmarki sínu fyrir Bayern München gegn Hamburger …
Corentin Tolisso fagnar sigurmarki sínu fyrir Bayern München gegn Hamburger í leik liðanna í dag. AFP

Bayern München komst upp að hlið Borussia Dortmund á toppi þýsku efstu deildarinnar í knattspyrnu karla með 1:0-sigri sínum gegn Hamburger í níundu umferð deildarinnar í dag. Það var Corentin Tolisso sem skoraði sigurmark Bayern München í leiknum. 

Borussia Dortmund missteig sig á sama tíma, en liðið gerði 2:2-jafntefli gegn Eintracht Frankfurt. Nuri Sahin og Miximilian Philipp komu Borussia, en Sebastian Haller og Marius Wolf sáu til þess að leiknum lyktaði með jafntefli.

Borussia Dortmund og Bayern München hafa hvort um sig 20 stíg á toppi deildarinnar. RB Leipzig sem bar sigur úr býtum geng Stuttgart með einu marki gegn engu er svo í þriðja sæti deildarinnar með 19 stig. Marcel Sabitzer var hetja RB Leipzig í leik liðanna í dag. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert