Ronaldo hundfúll út í fjölmiðla

Cristiano Ronaldo fagnar eftir sigurinn í gærkvöldi.
Cristiano Ronaldo fagnar eftir sigurinn í gærkvöldi. AFP

Cristiano Ronaldo, stjörnuleikmaður Real Madrid í knattspyrnu, hefur gagnrýnt fjölmiðla harðlega fyrir skrif þeirra um samskipti sín við Sergio Ramos, samherja sinn hjá Real.

Ronaldo hef­ur tjáð sig í fjöl­miðlum um það að liðið sakni leik­manna sem yf­ir­gáfu fé­lagið í sum­ar, á meðan Ramos hef­ur sagt að það sé vit­leysa – Real sakni ekki neins. Í kjöl­farið fóru að ber­ast sög­ur af ósætti inn­an her­búða liðsins. Því vísar Ronaldo á bug og lét fréttamenn heyra það eftir sigur Real í Meistaradeildinni í gær.

„Af hverju ætti ég að tala við ykkur ef ég segi eitt en þið skrifið eitthvað annað,“ sagði Ronaldo þegar hann gekk í gegnum viðtalasvæði eftir leikinn í gær og neitaði að ræða frekar við fjölmiðla.

mbl.is