12 lið komin áfram - Hvað gerir Liverpool?

Tólf lið hafa tryggt sér sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu og það ræðst í kvöld hvaða fjögur lið til viðbótar munu slást í hópinn.

Síðustu átta leikirnir í riðlakeppninni fara fram í kvöld. Í E-riðlinum er spenna en fyrir leiki kvöldsins er Liverpool með 9 stig, Sevilla 8 og Spartak Moskva 6. Liverpool tekur á móti Spartak Moskva og Sevilla sækir Maribor heim.

Í F-riðlinum er slagurinn á milli Shahktar Donetsk og Napoli um annað sætið. Shahktar er með 9 stig og tekur á móti Manchester City en Napoli, sem hefur 6 stig mætir Feyenoord á útivelli.

Í G-riðlinum er barátta á milli Porto og Leipzig um annað sætið en bæði hafa þau 7 stig. Porto tekur á móti Monaco í kvöld og Leipzig fær topplið Beskitas í heimsókn.

Liðin tólf sem eru komin áfram eru:

Barcelona

Basel

Bayern München

Besiktas

Chelsea

Juventus

Manchester City

Manchester United

Paris SG

Real Madrid

Roma

Tottenham

Mohamed Salah og samherjar hans í Liveroool mæta Spartak Moskva …
Mohamed Salah og samherjar hans í Liveroool mæta Spartak Moskva í kvöld. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert