Fótboltinn svolítil vonbrigði

Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Arna Sif Ásgrímsdóttir.
Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Arna Sif Ásgrímsdóttir. mbl.is/Golli

Landsliðskonurnar Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Arna Sif Ásgrímsdóttir hafa spilað fótbolta á Ítalíu síðustu mánuðina með liði Verona. Ekki er algengt að íslenskt knattspyrnufólk iðki sína íþrótt í þessu mikla knattspyrnulandi og óvíst er að tvíeykið spili fleiri leiki fyrir Verona-liðið.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins eru þær Berglind og Arna báðar að íhuga sína stöðu og hvort þær snúi aftur til Ítalíu, en þær eru nú á Íslandi í jólafríi. Berglind vildi lítið tjá sig um stöðuna þegar Morgunblaðið sló á þráðinn til hennar í gærkvöld en viðurkenndi þó að ítalski boltinn hefði ekki alveg staðist hennar fyllstu væntingar:

„Fótboltinn sem er spilaður þarna hefur verið pínulítil vonbrigði,“ sagði Berglind þegar Morgunblaðið sló á þráðinn til hennar í gær. Hún fór til Verona að láni frá Breiðabliki í haust og átti lánssamningurinn að gilda fram í maí.

Nánar er rætt við Berglindi í íþróttablaði Morgunblaðsins sem kom út í morgun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert