Dómarinn settur í bann (myndskeið)

Diego Carlos fær að líta rauða spjaldið hjá Tony Chapron.
Diego Carlos fær að líta rauða spjaldið hjá Tony Chapron. AFP

Knattspyrnudómarinn Tony Chapron hefur verið settur í ótímabundið bann af franska knattspyrnusambandinu eftir atvik sem átti sér stað í leik Paris SG og Nantes í frönsku 1. deildinni í knattspyrnu í gærkvöld.

Diego Carlos, leikmaður Nantes, virtist rekast í dómarann þegar hann var hlaupa til baka og við það féll dómarinn í grasið. Chapron svaraði fyrir sig með því sparka í áttina að leikmanni Nantes. Í kjölfar dró dómarinn upp gula spjaldið og rak Carlos af leikvelli en hann hafði fyrr í leiknum fengið gult spjald.

Atvikið má sjá HÉR

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert