Kolbeinn mun fá tækifærið - ekki í hóp á morgun

Claudio Ranieri er knattspyrnustjóri Nantes.
Claudio Ranieri er knattspyrnustjóri Nantes. AFP

Claudio Ranieri, knattspyrnustjóri Nantes, hefur trú á því að Kolbeinn Sigþórsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, muni ná vel saman við Emiliano Sala, markahæsta leikmanni liðsins á tímabilinu.

Einhver bið verður þó á því að leikmennirnir tveir muni byrja saman að sögn Ranieri aðspurður á blaðamannafundi í gær.

„Ekki strax en ég hef trú á því að þeir geti byrjað saman fyrir lok tímabilsins,” sagði á blaðamannafundi í gær.

Í gær kom fram í máli Heimis Hallgrímssonar, landsliðsþjálfara íslenska karlalandsliðsins, að Ranieri hefði hrósað Kolbeini í hástert í samtali við sig.

Ranieri talaði einnig vel um Kolbein á blaðamannafundinum í gær.

„Kolbeinn getur leikið með öllum sóknarmönnum okkar. En eftir allt saman þá er eðlilegt að hann eigi ennþá eitthvað í land. En ég veit hvað hann getur gert,” sagði Ranieri um Kolbein.

Nantes mætir Metz á morgun á útivelli, er í 5. sæti, sem er umspilssæti um að komast í forkeppni Evrópudeildarinnar.

Kolbeinn er ekki í leikmannahópi aðalliðsins en hann er að koma til baka eftir afar erfið meiðsli sem hafa haldið honum frá keppni í frönsku A-deildinni síðan í ágúst 2016.

Kolbeinn Sigþórsson í búningi Nantes.
Kolbeinn Sigþórsson í búningi Nantes. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert