Ronaldo óstöðvandi - Sækir að Messi

Cristiano Ronaldo fagnar einu af mörkum sínum í gærkvöld.
Cristiano Ronaldo fagnar einu af mörkum sínum í gærkvöld. AFP

Cristiano Ronaldo leikmaður Spánar- og Evrópumeistara Real Madrid er svo sannarlega búinn að finna markaskóna en Portúgalinn var í miklum ham í gærkvöld.

Ronaldo skoraði fjögur mörk í 6:3 sigri Real Madrid gegn Girona og eftir rólega byrjun á tímabilinu er Ronaldo farin að sækja allt hressilega að Lionel Messi um markakóngstitilinn.

Messi, sem skoraði síðara mark Barcelona gegn Bilbao í gær, er markahæstur í deildinni með 25 mörk en Ronaldo er kominn upp í annað sætið með 22.

Ronaldo hefur skorað 21 mark í síðustu 11 leikjum sínum með Real Madrid og hann skoraði sína 50. þrennu á ferlinum í gær og hefur skorað samtals 37 mörk fyrir Madridarliðið í öllum keppnum á leiktíðinni.

mbl.is