Thomas Lemar til Atletico Madrid

Thomas Lemar gengur til liðs við Atletico Madrid eftir HM
Thomas Lemar gengur til liðs við Atletico Madrid eftir HM AFP

Franski landsliðsmaðurinn Thomas Lemar mun ganga til liðs við Atlético Madrid frá Monaco. Þetta kom fram í fréttatilkynningu sem birt var á heimasíðu félagsins nú í kvöld. Félögin hafa ekki komið sér saman um verð en þau mál verða kláruð á næstu dögum.

Lemar skoraði 22 mörk í 123 leikjum fyrir Monaco og hjálpaði liðinu að vinna frönsku deildina og komast í undanúrslitaleik meistaradeildarinnar á tímabilinu 2016/2017. Hann hefur skorað þrjú mörk fyrir landsliðið í 12 leikjum

Lemar var mjög eftirsóttur síðasta sumar bæði af Arsenal og Liverpool. BBC birti meðal annars frétt þess eðlis að Liverpool hafi gert 60 miljón punda tilboð í kappann sem var umsvifalaust hafnað.

Ekki er vitað hvort að þetta renni stoðum undir þær sögusagnir Antoine Griezmann sé á förum frá Atlédico Madrid eða ekki. 

mbl.is