Belgar hafa unnið alla níu leikina gegn Íslendingum

Alfreð Finnbogason skoraði mark Íslands þegar Ísland og Belgía áttust ...
Alfreð Finnbogason skoraði mark Íslands þegar Ísland og Belgía áttust síðast við. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ísland og Belgía hafa mæst níu sinnum í leik hjá A-landsliðum karla í knattspyrnu en þjóðirnar eigast við í Þjóðadeild UEFA á Laugardalsvelli annað kvöld.

Belgar hafa unnið allar níu viðureignir liðanna og hafa í þeim skorað 32 mörk gegn aðeins 6 frá Íslendingum.

Liðin mættust í fyrsta leiknum árið 1957 þar sem Belgar unnu stórsigur, 8:3. Þórður Þórðarson skoraði tvö af mörkum íslenska liðsins og Ríkharður Jónsson eitt.

Síðast áttust liðin við í vináttuleik í nóvember 2014 þar sem Belgar fóru með sigur af hólmi, 3:1. Alfreð Finnbogason skoraði mark Íslands í þeim leik.

mbl.is