Belgar hafa unnið alla níu leikina gegn Íslendingum

Alfreð Finnbogason skoraði mark Íslands þegar Ísland og Belgía áttust …
Alfreð Finnbogason skoraði mark Íslands þegar Ísland og Belgía áttust síðast við. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ísland og Belgía hafa mæst níu sinnum í leik hjá A-landsliðum karla í knattspyrnu en þjóðirnar eigast við í Þjóðadeild UEFA á Laugardalsvelli annað kvöld.

Belgar hafa unnið allar níu viðureignir liðanna og hafa í þeim skorað 32 mörk gegn aðeins 6 frá Íslendingum.

Liðin mættust í fyrsta leiknum árið 1957 þar sem Belgar unnu stórsigur, 8:3. Þórður Þórðarson skoraði tvö af mörkum íslenska liðsins og Ríkharður Jónsson eitt.

Síðast áttust liðin við í vináttuleik í nóvember 2014 þar sem Belgar fóru með sigur af hólmi, 3:1. Alfreð Finnbogason skoraði mark Íslands í þeim leik.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert