Rashford afgreiddi Svisslendinga

Marcus Rashford fagnar marki sínu í kvöld.
Marcus Rashford fagnar marki sínu í kvöld. AFP

Englendingar hrósuðu 1:0 sigri gegn Svisslendingum í vináttuleik í knattspyrnu sem fram fór á King Power-vellinum í Leicester í kvöld.

Marcus Rashford, leikmaður Manchester United, skoraði sigurmarkið á 54. mínútu leiksins en hann skoraði einnig í 2:1 ósigri Englendinga gegn Spánverjum í Þjóðadeild UEFA um síðustu helgi. Rashford fær frá fótbolta á næstunni en hann tekur út þriggja leikja bann eftir að hafa fengið rauða spjaldið í sigri United gegn Burnley í byrjun mánaðarins.

Svisslendingum var þar með kippt niður á jörðina en þeir rótburstuðu Íslendinga 6:0 í Þjóðadeild UEFA á laugardaginn.

mbl.is