Dortmund upp í toppsætið

Paco Alacer fagnar marki sínu í kvöld.
Paco Alacer fagnar marki sínu í kvöld. AFP

Dortmund skellti sér á toppinn á þýsku A-deildinni í fótbolta í kvöld með 3:1-sigri á Frankfurt á heimavelli sínum. Dortmund er nú með eins stigs forskot á Bayern München, Wolfsburg og Hertha Berlín sem eiga leik til góða. 

Abdou Diallo kom Dortmund yfir á 36. mínútu en Sébastien Haller jafnaði á 68. mínútu. Marius Wolf og Paco Alcácer bættu hins vegar við mörkum fyrir Dortmund á síðustu 20 mínútunum og tryggði liðinu sinn annan sigur á leiktíðinni. 

PSG er enn með fullt hús stiga í efstu deild Frakklands eftir 4:0-sigur á Saint-Étienne á heimavelli í 5. umferðinni í kvöld. Julian Draxler, Edinson Cavani, Ángel Di maría og Moussa Diaby skoruðu mörk meistaranna. 

mbl.is